Ágúst 17 2009


Dagur 46 af 56

Miðjarðarhaf

Við siglum nú meðfram ströndum Alsír í átt að Gíbraltarsundi þar sem við verðum annað kvöld. Veðrið
er fallegt sólskin og sléttur sjór. Á miðnætti s.l. breyttum við klukkunni og nú í síðasta skipti þannig að
við erum komin á íslenskan tíma. Á morgun um kl. 18:00 verðum við undan ströndum Torremolinos
sem margir íslendingar kannast við úr sólarlandaferðum. (Konni minn, læt þig vita ef ég kem auga á
Roc Flamingo). Áhöfnin hefur þegar hafið niðurtalninguna þar til komið verður heim, nú 11 dagar með
deginum í dag. Allir um borð eru í góðu formi og skilum við bestu kveðjum heim.

Staður: 36°.57.767 N - 01°.26.140 A
Stefna: 262°
Hraði: 10,4 sm.
Útihiti: 28°
Sjávarhiti: 23°
Farin vegalengd: 8249 (þurftum að stöðva vél í rúman klukkutíma til að skipta um olíusíu)
Kl: 12:00 (sami og heima)
SBÁ



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Skúli.

Það er verið að fylgjast með ykkur. Nú eru þínar upplýsingar flottar. Gangi ykkur vel.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.8.2009 kl. 17:00

2 identicon

Sæll Skúli minn, gaman að lesa þessa skemmtilegu ferðasögu. Það væri nú ekki ónýtt að taka eins og einar þrjár vikur á okkr frábæra hóteli. Við áttum góðar stundir þar í vor. Vona að allt gangi ykkur í hagin það sem eftir er ferðar. Agnes biður fyrir góðar kveðjur.

Konráð Alfreðsson (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband