Ágúst 18 2009


Dagur 47 af 56

80% leiðarinnar að baki.

Óðum styttist í okkar heimahaf Atlantshafið og þar með leiðin til Reykjavíkur. Landsýn er til Spánar
en ekki til Marokkó enn sem komið er. Skútan er á bullandi lensi og miðar vel áfram. Kl: 22:00 í
kvöld ættum við að vera komin úr Miðjarðarhafinu og út í Atlantshafið. Siglt verður með ströndum
Portúgals og inn í Bicayaflóa, þaðan tekin stefnan á Rockall og síðan á Reykjanes. Mannskapurinn
um borð hefur verið að lagfæra ýmsa hluti innandyra, sem utan, pússa, mála og þess háttar. Mikil
höfrungasýning var hér á hafinu í gær og var það tilkomumikil sjón. Undirritaður ásamt yfirvélstjóra
og bryta nutum leiðsagnar Markúsar skipstjóra um stjörnur himinsins seint í gærkvöldi og var það mjög
fræðandi og skemmtilegt, karlinn leynir sko aldeilis á sér. GSM samband ætti að vera komið á seinni-
partinn í dag. Jæja elskurnar, lengra verður þetta ekki að sinni, bestu kveðjur til ykkar allra.

Staður: 36°.18.633 N - 03°.35.446 A
Stefna: 262°
Hraði: 10,4 sm.
Útihiti: 28°
Sjávarhiti: 23°
Farin vegalengd: 8494 sm.
Kl: 12:00 (sami tími og heima)
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Gangi ykkur vel, Farið með gád,Komið heilir heim

Jón Sveinsson, 18.8.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband