Ágúst 24 2009


Dagur 53 af 56

Atlantshaf

Nú er erfitt að athafna sig fyrir framan lyklaborðið. Við erum vestur af Írlandi og verðum komin
framhjá því undir kvöld. Útifyrir eru 9 vindstig og ölduhæð ca. 7-8 metrar og þurfa menn báðar
hendur til að styðja sig um skipið. Fyrirsjáanlegt er að við töpum þeim forða sem við áttum
umfram áætlaðan komutíma, sem gæti þýtt seinkun en ekki er þó öll nótt úti. Vindurinn stendur
eiginlega beint á hlið og er veltingurinn mikill svo vægt sé til orða tekið. Pistlarnir eru skrifaðir við
skrifborð í setustofu skipsins og að því loknu þarf undirritaður að arka með tölvuna undir hendinni
upp í brú þar sem gervihnattasíminn er staðsettur og verður það þrautinni þyngri í þetta skipti og
tölvur eru dýr tæki. Bardaginn við lyklaborðið er orðinn nokkuð erfiður svo punkturinn verður settur
hér. Bestu kveðjur heim.

Staður: 59°.49.730 N - 16°.10.599 A
Stefna: 343°
Hraði: 7,0 sm.
Útihiti: 13°
Sjávarhiti: 12°
Farin vegalengd: 9846 sm.
Tími: Kl. 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir veriði hef ekki getað fylgst neitt náið með ykkur þar sem ég hef verið í sumarfríi en ég bið kærlega að heilsa tóta og verst að geta ekki verið við höfnina til að taka á móti ykkur, en gott að ferðin fer að taka enda.

Erik Gjöveraa (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 22:50

2 identicon

frábært að fylgjast með þessu hjá ykkur

óska ykkur góðrar ferðar síðasta spölinn

Trausti Skúlason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband