Ágúst 25 2009


Dagur 54 af 56 (2 dagar eftir af brælutúrnum mikla)

Atlantshaf

Eftir undanfarna tveggja daga brælu í 9 vindstigum og stórsjó hefur nú brostið á með blíðu og
samkvæmt veðurspám á hún að fylgja okkur alla leið inn í Reykjavíkurhöfn. Vindurinn er nú
kominn niður í 3 vindstig og getur nú áhöfnin athafnað sig með báðar hendur frjálsar við að
"sjæna" fleyið endanlega fyrir heimkomuna. Margt fór úr skorðum síðustu tvo dagana þegar
fleyið náði nokkrum sinnum 40° halla á borð en stöðugleiki og sjóhæfni skipsins en með
afbrigðum gott. Hraðatap síðustu daga ætti að vinnast upp því ganghraði skútunnar er kominn
yfir 10 sjómílurnar, sem þýðir að gamla góða áætlunin ætti að standa þ.e. upp úr hádegi á
fimmtudag á ytrihöfninni. Áhöfnin getur nú fylgst með fréttum og veðurfergnum á RÚV sem
er góð tilbreyting og færir okkur nær okkar ástkærri fósturjörð. Eftir 2ja mánaða einangrun frá
öllum fréttaflutningi af ástandinu heima þykir áhöfninni leitt að heyra að Jesper, Kasper og
Jónatan skulu enn ganga lausir eftir að hafa rænt ævisparnaði heillrar þjóðar. Hvað sem því liður
þá höldum við okkar striki í átt til fósturjarðarinnar og erum við nú stödd vestur af Rockall og eins
og áður sagði sækist ferðin vel. Með bros á vör sendum við ykkur öllum okkar bestu kveðjur.

Staður: 57°.01.461 N - 17°.53.679 A
Stefna: 343°
Hraði: 10,3 sm.
Útihiti: 13°
Sjávarhiti: 11°
Farin vegalengd: 10.048 sm.
Tími: eins og venjulega kl. 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband