Ágúst 27 2009 Dagur 56 - leiðarlok

Ágúst 27 2009
Dagur 56 - leiðarlok
100% ferðarinnar næstum að baki.

Atlantshaf - Reykjanes - Reykjavík

Eftirvæntingin leynir sér ekki meðal áhafnarinnar að sjá ástvini sína eftir svo langt og strangt
ferðalag og hafa fast land undir fótum, sjálfa fósturjörðina. Þó veðurguðirnir hafi ekki alltaf
verið okkur hliðhollir þá hélt áhöfnin ávallt ró sinni og samheldnin meðal hennar einstök svo
hvergi bar skugga á. Fyrir mig var þetta lífsreynsla sem aldrei verður endurtekin og ég ekki
viljað hafa misst af. Frábærir samferðamenn, valinn maður í hverju rúmi. Kokkurin hún Beta brást
aldrei þó við oft erfiðar aðstæður væri að glíma og fær hún hæstu einkunn fyrir frábæran matseld.
Ég vil að lokum þakka samfylgdina og einstaklega góða viðkynningu þeim:

Markúsi Alexanderssyni, skipstjóra
Hjónunum: Þórarni Sigurbjörnssyni, yfirvélstjóra og
Elísabetu Rós Jóhannesdóttur, kokki
Hjálmari Halldórssyni, 1. vélstjóra
og vini mínum og frænda, Ásgeiri S. Ásgeirssyni, 1. stýrimanni

Ekki má gleyma einum hálfgerðum áhafnarmeðlimi skútunnar, þeim sem kom pistlunum á netið
hvern einasta dag ferðarinnar, Snorra Páli Jónssyni, góðum vini mínum og tölvusnillingi með meiru.
Einnig vil ég þakka öllum þeim sem fylgdust með ferðalagi okkar um hálfan hnöttinn. Lagst verður að
bryggju kl. 13:30 við Grandagarð nánar tiltekið rétt við hús Slysavarnafélags Íslands norð-austanmegin.
Kæru ástvinir við áhafnarmeðlimir sjáum ykkur á eftir (gaman að geta loksins sagt "á eftir").
Þess má til gamans geta að siglt verður inn á ytri-höfnina kl. 13:00 með drottninguna fánum prýdda.

Staður: 63°.32.895 N - 22°.36.071 A
Stefna: 343° og stuttu síðar Reykjavík
Hraði: 10,2 sm
Útihiti: 11°
Sjávarhiti: 11°
Farin vegalengd til Reykjavíkur: 10.527 sm.
Tími: kl. 06:12
Skúli Björn Árnason

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband