Ágúst 15 2009

Dagur 44

Miðjarðarhaf

Eftir skemmtilega dvöl í Valletta fórum við frá bryggju kl. 19:15 í gærkvöldi og erum nýbúin að sigla
fram hjá eyju sem tilheyrir Ítalíu og heitir Pantelleria. Eyja þessi liggur nokkurn veginn mitt á milli
Sikileyjar og Túnis. Gott er í sjóinn og er vindurinn með okkur sem kallast á sjómannamáli að vera
á lensi. Eins og áður hefur verið getið er áætluð koma til Reykjavíkur fimmtudaginn 27. ágúst kl.18:06
seinnipart dags en auðvitað fer það eftir veðri og vindum. Það var ætlunin að koma einhverjum myndum
af ferðinni inn á bloggið en ekkert netsamband náðist á Möltu hvort sem Vodafone er um að kenna eða
ekki. Áhöfnin sendir sínar bestu kveðjur til ástvina og vina heima á Íslandi.

Staður: 37°.07.147 N - 11°.31.707 A
Stefna: 294°
Hraði: 10,3 sm.
Útihiti: 28°
Sjávarhiti: 24°
Farin vegalengd: 7757 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband