Júlí 25 2009

Dagur 23

Indlandshaf í Adenflóa

Skyldi Monsún frændi vera búinn að yfirgefa okkur. Gott er í sjóinn, þó nokkur undiralda og skútan
líður mjúklega yfir hafflötinn. Úti er sólskin og hiti og er hvergi skip að sjá og það er eins og við séum
ein í heiminum. Okkur miðar ágætlega áfram og ef að líkum lætur standast allar áætlanir. Sem stendur
bólar lítið á lífi kringum bátinn enda er hér allnokkurt dýpi og við fjarri ströndum, sem sagt úti á ballarhafi.
Dagurinn í dag ætlar að vera svipaður gærdeginum og góður sóldýrkendum. Við látum tónlistina berast
um skipið og ber þar margt á góma.
Andinn er frábær um borð og eins og venjulega sendum við bestu kveðjur heim á klakann.

Staður: Ekki gefin upp°
Hraði: 9,5 sm.
Stefna: Ekki gefin upp°
Útihiti: 34°
Sjávarhiti: 33°
Dýpi: 4,479 km.
Farin vegalengd: 3557 sm.
Kl. 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ. Gaman að fylgjast með ykkur. Vona að þið fáið gott veður það sem eftir er á leiðinni. Í Kópavogi er frekar kalt á ykkar mælikvarða eða 11 stig hjá mér.Um að gera að halda uppi stuði og stemmara á svona ferð. 

Bestu kveðjur til Tóta og Betu. 

Gangi ykkur vel.

Guðrún 

Guðrún (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband