Júlí 26 2009



Indlandshaf

Monsún frændi var aldeilis ekki búinn að yfirgefa skútuna og siglum við nú í skítabrælu. Pistillinn
verður fremur stuttur að þessu sinni. Vert er þó að geta þess að "Kólombóflensan" herjaði s.l. nótt
á tvo áhafnarmeðlimi skútunnar, sjálfan skipstjórann og undirritaðan. "Kólomóflensan" samanstendur
af uppgangi annarsvegar og niðurgangi hinsvegar og verður að segjast eins og er að þetta er déskotans
viðbjóður. Klukkunni var aftur seinkað um 1 klst. s.l. nótt og er tímamunurinn því 4 klst.
Við byðjum að heilsa heim eins og venja er.

Staður: Ekki uppgefinn°
Hraði: 8,9 sm.
Stefna: Ekki uppgefinn°
Útihiti: 33°
Sjávarhiti: 33°
Farin vegalengd: 3787 sm.
Kl: 12:00 (heima: 08:00)
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband