Júlí 31 2009


Adenflói - herskipavernd

Loksins, loksins erum við endanlega laus við Monsún frænda og siglum við nú sléttan sjó með
brennandi sólina beint yfir höfðum okkar. Undirritaður varð vitni að nokkuð óvenjulegum loftfimleikum
núna rétt áðan. Þar var á ferðinni risastór sverðfiskur sem hreinsaði sig nokkrum sinnum upp úr sjónum
rétt við skipið, en eins og í flestum tilfellum þegar eitthvað óvenjulegt er að gerast er myndavélin víðs fjarri.
Okkar er greinilega vel gætt því stórt flutningaskip sigldi óvenjulega nálægt okkur í gær og var það
vinsamlegast beðið að færa sig frá okkur um 1 og 1/2 sjómílu því það skyggði á okkur. Sem sagt allt
undir "control". Aukavakt er á skútunni á næturnar þann tíma sem verndin stendur yfir. Íslenski fáninn
var dreginn að húni nú í morgunsárið og ef til vill er það besta vörnin gegn sjóræningjum og getur hver og
einn túlkað það á sinn hátt !
Hress og kát sendum við ykkur öllum heima bestu kveðjur.

Staður: Bannað að gefa upp
Stefna: Sömuleiðis
Hraði: 9,7 sm.
Útihiti: 37°
Sjávarhiti 33°
Farin vegalengd: 4984 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband