Ágúst 1 2009


Dagur 30

Adenflói

Með Sómalíu á vinstri hönd og Jemen á hægri siglum við inn Adenflóann í átt að Rauðahafi. Við kveðjum
væntanlega herskipaverndina um kl. 22:00 í kvöld nokkru seinna en áætlað var vegna mikils straums á móti.
Jesper, Kasper og Jónatan hafa ekkert látið á sér kræla enn sem komið er, en ekki er þó öll "von" úti !
Úti skín brennheit sólin og hitinn svo mikill að spæla má egg nánast hvar sem er á skipsstálinu. Sukkhátíðin
mikla er gengin í garð heima á Íslandi og meðan við teigum vatnið ómælt þá drekkið þið eitthvað allt annað.
Allt hefur sinn vana gang og helming leiðarinnar í augsýn kveðjum við ykkur að sinni og gangið hægt um
gleðinnar dyr. Áhöfnin á Helgu RE óskar öllum landsmönnum giftusamlegrar verslunarmannahelgar.

Staður: Eins og venjulega
Stefna: Sömuleiðis
Hraði: 8,4 sm.
Útihiti: 37°
Sjávarhiti: 33°
Farin vegalengd: 5190 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband