Ágúst 5 2009


Dagur 34

Rauðahaf

Siglum nú spegilsléttan sjóinn í brennandi sólinni, komin framhjá Jiddah og Mekka í Sádi-Arabíu og
nálgumst Súezflóann. Þetta miðast allt áfram þótt hægt fari. Rigning er nokkuð sem menn óska sér
á þessari stund en það fer frekar lítið fyrir henni úti í miðri eyðimörkinni. Dagurinn í gær fór í tiltektir
á dekki til að hafa allt klárt fyrir Súezskurðinn. Engu fleiru að segja frá að sinni og bestu kveðjur heim.

Staður: 22°.55.944 N - 37°.13.082
Stefna: 330°
Hraði: 9,5 sm.
Útihiti: 38°
Sjávarhiti: 35°
Farin vegalengd: 6108 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Geiri minn!

  Gott að vita að þið séuð þó komin á nokkuð öruggan sjó. En hitinn hlýtur að vera við það að vera óbærilegur. Hér í Reykjavík er farið að rigna en það voru samt 19 gráður á Nesinu okkar seinni partinn. Annars gott hjá okkur.

   Bestu kveðjur til allra hinna og gangi ykkur vel

   Stína og Minni

Kristín Áseirs (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Skoda-prinsarnir fylgjast með af og til og vona að þetta gangi allt vel hjá ykkur.

Ragnar Borgþórs, 6.8.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband