Ágúst 4 2009


Rauðahaf

Heldur hefur ýft upp sjó og pusar öðru hvoru yfir stefnið. Þetta er ekkert til að kvarta yfir og
hreyfist skútan lítið. Áætlunin segir að við verðum komin til Súez á föstudagsmorgun og síðan
siglt í gegnum skurðinn á laugardag og á sunnudag komnir á EES svæðið í Miðjarðarhafi.
Undirritaður var að velta því fyrir sér hvort það sé ekki misskilningur að hafa viðkomu á Möltu í
stað þess að fara til Palermo á Sikiley, vöggu mafíunnar. Þar yrði okkur trúlega tekið opnum
örmum þar sem við sigldum inn í höfnina með íslenska fánann að húni. Fulltrúa þjóðar sem hýsir
mestu fjárglæframenn veraldarsögunnar. Ekki dónalegt eða hvað? Þetta voru nú bara vangaveltur
söguritara og reiknast á hans ábyrgð. Rauðahafið er eins blátt og önnur höf hvernig svo sem
nafngiftin er til komin, það er ekki bara heitt hérna heldur svakalega heitt. Mikil skipaumferð er
hér og eru skipin af öllum gerðum, þó mest af gámaflutningaskipum.
Lífið um borð gengur sinn vana gang allir í góðu skapi og skilum við bestu kveðjum heim.

Staður: 19°.40.371 N - 39°.15.324 A
Stefna: 330°
Hraði: 9,1 sm.
Útihiti: 38°
Sjávarhiti: 35°
Farin vegalengd: 5881 sm.
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband