Ágúst 9 2009

Dagur 38

Miðjarðarhaf

Kl. 20:00 í gær vorum við stödd fyrir utan Port Said í Egyptalandi og þar fóru frá borði lóðsinn, "rafvirkinn"
(næstum vissir um að hann kynni ekki einu sinni að skipta um kló) og gúmmítuðrukarlarnir, þvílíkur léttir.
Stundu síðar var Súez-skurðurinn að baki. Nú er stefnan komin á beinu brautinni til Möltu, með Egyptaland
á vinstri hönd og Tyrkland á hægri. Við gerum ráð fyrir að vera komin til Möltu á fimmtudagsmorgun
kl. 08:00 og ef allt gengur að óskum þá verðum við komin til Reykjavíkur 27. ágúst seinnipart dags.
Hitinn hefur lækkað verulega og er öllu lífvænlegra um borð í skútunni. Vindur blæs á móti (ca. 4 vindstig)
og er nokkur alda og fyrir svona einnar öldu skip þá er þetta svona upp og niður eins og gengur. Niðurtalningin
er þegar hafin og er mikil tilhlökkun í mannskapnum að hitta ástvini heima á landinu ísa. Þessu fylgir þó einnig
kvíði að koma heim í allt þjóðmálabullið. Með þeirri bjartsýni að leiðarljósi sem áhöfnin einsett sér sendum við
ykkur hugheilar kveðjur heim til fósturjarðarinnar.

Staður: 32°.17.082 N - 29°.53.545 A
Stefna: 287°
Hraði: 9,2 sm.
Útihiti: 29°
Sjávarhiti: 25°
Farin vegalengd: 6796 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll kæri vinur, gaman að lesa pistlana þína, ég var að koma aftur til vinnu og Raggi vinur minn benti mér á síðuna þína.

Gangi ykkur vel, þú kíkir í kaffi til okkar í Skoda salnum þegar þú kemur heim.

Skoda kveðjur,

Siggi

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband