Ágúst 10 2009


Miðjarðarhaf

Klukkunni var í nótt seinkað um eina klst.

Áfram siglum við Miðjarðarhafið nú með Líbýu á vinstri hönd (bakborða) og Krít á hægri (stjórnborða).
Veðrið er svipað og í gær nema meiri sól. Skútan gengur upp og niður og nálgast sjólagið við brælu.
Við erum hinsvegar orðin vel sjóuð í brælum og er þetta ekkert tiltökumál. Áhöfnin finnur sér ávallt
eitthvað til dundurs, ditta að allskonar hlutum og halda öllu í röð og reglu. Það er mikil tilhlökkun hjá
áhöfninni að stíga á fast land sem verður á fimmtudagsmorgun í Valletta á Möltu. Það fer heldur lítið
fyrir lífi í kringum bátinn hér um slóðir, sem má eflaust rekja til sjólagsins. Einn og einn fragtari þýtur
framúr okkur á 23-28 sm. ferð en við erum vön því og það ergir okkur ekkert lengur. Við höldum okkar
striki í rólegheitum (vægt til orða tekið).
Elskurnar okkar þarna heima, sendum ykkur ástkærar kveðjur héðan úr "sælunni".

Staður: 33°.29.856 N - 25°.42.250
Stefna: 287°
Hraði: 9 sm.
Útihiti: 30°
Sjávarhiti: 25°
Farin vegalengd: 7020 sm.
Kl: 12:00 (kl.10:00 heima)
SBÁ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband