Ágúst 13 2009


Valletta - Malta

Allar tímaáætlanir stóðust 100% og sigldum við inn í höfnina kl. 08:00 í blíðskaparveðri, logni og sól.
Engir tollverðir né starfsmenn útlendingaeftirlits komu um borð og samkvæmt umboðsmanni skipsins
getum við farið í land hvenær sem er, engin vegabréf að sýna, ökuskírteini nægir. "Gott að vera
íslendingur á Möltu". Við höfum nýlokið við að taka kostinn og þessa stundina er verið að dæla olíu
á skipið og þegar vatnið er komið fer áhöfnin á flakk um Vallettu, kærkomin stund.
Erum í banastuði og skilum kærum kveðjum heim.

Staður: Hafnarbakkinn þar sem skútan liggur:
36°.07.112 N - 14°.18.030 A
Stefna: Að skemmta sér konunglega
Hraði: Enginn = 0
Útihiti: 30°
Sjávarhiti: Hitinn í höfninni ekki mældur að sinni.
Farin vegalengd: 7591 sm.
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband