Ágúst 12 2009

Dagur 41
70% leiðarinnar að baki.

Miðjarðarhaf

Áfram höldum við sömu stefnu og Malta nálgast jafnt og þétt og verðum við í hafnarmynninu
á Valletta í fyrramálið kl. 08:00. Siglum við nú sléttan sjó en í þungri undiröldu og líkist það
að vera í rússíbana, sífellt upp og niður en báturinn gerir þetta einstaklega mjúklega. Mikil
tilhlökkun er kominn í mannskapinn að stíga fast land og verður þessari fallegu eyju örugglega
gefin 12 stig af áhöfninni. Það hefur lítið til tíðinda dregið þessa síðustu daga frá því við yfirgáfum
Súez nema þá helst veðrið sem er síbreytilegt. Eins og ávallt er andinn og samheldnin á skútunni
sérstaklega góður og með þeim orðum sendum við bestu kveðjur heim.

Staður: 35°.18.652 N - 17°.51.102 A
Stefna: 287°
Hraði: 8,4 sm.
Útihiti: 31°
Sjávarhiti: 24°
Farin vegalengd: 7424 sm.
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband