Ágúst 2 2009


Rauðahaf

HÁLFNUÐ - 50% leiðarinnar að baki

Nokkru áður en við kvöddum herskipaverndina kom stór þyrla frá ítalska sjóhernum og flaug í kringum
skútuna, staðnæmdist við brúarvænginn og veifuðu til okkar. Íslenski fáninn blakti á skut og voru þeir
greinilega að fletta upp í bókum hvaðan hann væri og eftir smá stund voru þeir roknir út í veður og vind.
"Mafían hvað?" Við höfum hvatt Sómalíu og sigldum í morgun inn í sundið sem skilur á milli Adenflóa
og Rauðahafs með Djíboútí á vinstri hönd og Jemen á hægri. Sund þetta er stundum kallað Sund Dauðans
af sjófarendum trúlega vegna hins mikla hita sem tekur við í Rauðahafinu. Sem stendur siglum við meðfram
ströndum Eritreu til vinstri og áfram Jemen til hægri en nálgumst Sádi-Arabíu sem tekur við af Jemen.
Hitinn var kl. 06:00 í morgun 34° og kl. 10:00 37°. Dýralíf er mikið hér á sjónum, höfrungar, fuglar og vaðandi
fiskitorfur um allt. Kokkurinn Beta er nú í þessu að reiða fram kræsingar handa sársvangri áhöfn skútunnar.
Ströndin verður væntanlega opnuð í dag og dælt í sundlaugina.
Sem fyrr sendum við ástvinum okkar og vinum bestu kveðjur.

Staður: 13°.10.045 N - 43°.08.449 A (loksins)
Stefna: 337°
Hraði: 9,8 sm.
Útihiti: 38° (skýjað)
Sjávarhiti: 33,5°
Farin vegalengd: 5421 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband