Ágúst 3 2009

Dagur 32

Rauðahaf

Með sólina lóðrétt yfir höfðum okkar siglum við spegilsléttan sjó í Rauðahafinu. Höfrungar voru að sýna
listir sínar fyrir framan stefnið á skútunni í morgun og var það tilkomumikið sjónarspil. Kolagrillið var dregið
fram í fyrsta sinn í gær og úti á dekki var grillmeistarinn sjálfur yfirvélstjórinn Tóti og yfir kolunum bragðmikil
nautasteik. Hitinn komst í 41° kl. 16:00 í gær og er nokkuð ljóst að ekki verður hann minni í dag. Töluvert
mistur er í loftinu og er það tilkomið vegna fíns eyðimerkursalla sem er í loftinu. þessi salli sem er ljósbrúnn
hefur einnig sest á skipið. Þetta er svo sem engin furða þar sem eyðimerkur eru á báða bóga, á vinstri hönd
Súdan og á hægri Sádi-Arabía. Þó hitinn sé mikill þá er þetta hátíð frá brælunni.
Látum þetta gott heita að sinni, allir eru í fínu formi og við sendum bestu kveðjur heim.

Staður: 16°.30.270 N - 41°.09.150 A
Stefna: 330°
Hraði: 10 sm.
Útihiti: 38°
Sjávarhiti: 33,5°
Farin vegalengd: 5662 sm.
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband