Ágúst 11 2009


Miðjarðarhaf

Með enga landsýn aðeins hafið blátt allan sjóndeildarhringinn mjökumst við í átt að Möltu. Langt á vinstri
hönd er Líbýa og til hægri Grikkland. Undirritaður vill beina því til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar að
hætta öllu þessu kjafræði með "sjórnborð" og "bakborð" og nota þess í stað "hægri" og "vinstri" eins og
gert er í öllum mannlegum samskiptum á landi og í flugi. Stína mín, þú segir ekki við karlinn þinn þegar
þið eruð að keyra Þingvallahringinn; Jón minn þú átt næst að beygja á bakborða. Það fór að hvessa
fljótlega upp úr hádegi í gær og vitið menn komin bræla. Þessa stundina er rólegt í sjóinn, sólin brýst í
gegnum skýin öðru hverju og skútan hreyfist varla. Ef þið viljið senda okkur línu þá er póstfangið:
helgare@sjopostur.is
Senum öllum bestu kveðjur heim.

Staður: 34°.29.740 N - 21°.29.740 A
Stefna: 287°
Hraði: 8,5 sm.
Útihiti: 31°
Sjávarhiti: 24°
Farin vegalengd: 7229 sm.
Kl: 12:00
SBÁ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Skúli.

Varandi stjórnborða og bakborða þetta er lögmál sem er auðkenni fyrir þá sem eru í siglingum. Að bera saman epli og appelsínu er allt annað.

Skúli mætið skipum með réttum hætti, þá mun ykkar sigling ganga vel. Það fer nú að styttast siglingin  heim til Reykjavíkur. 

Skúli það vantar betri lýsingu hjá þér. Þú hlýtur að upplifa mikla skipa umferð á þessari leið sem þú getur frætt okkur um. Eins sjáið þið ekkert sjónvarp vegna fjarlægðar frá landi?, eða sjáið þið sjónvarp?.

Með bestu kveðju.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.8.2009 kl. 09:20

2 identicon

 hehe.......þakka þér fyrir Jóhann Páll,að standa með mér í baráttunni bakborða og stjórnsborða. 

    Hér er allt við það sama.Icesave, sól og blíða. Þetta er aðal umræðuefnið í allt sumar. Sem sagt lítið breyst siðan þið fóruð.

    Gangi ykkur allt í hag.

    Bestu kveðjur..........Stína 

Stína Ásgeirs (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband